Möguleikarnir mestir í Tallinn og Vaduz

Andri Rafn Yeoman í baráttu við leikmann Vaduz í fyrri …
Andri Rafn Yeoman í baráttu við leikmann Vaduz í fyrri leiknum á Kópavogsvelli. mbl.is/Árni Sæberg

Stjarnan stendur best að vígi íslensku liðanna þegar kemur að seinni leikjunum í 1. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu sem fram fara í dag.

Garðbæingar unnu mikilvægan 2:1-sigur gegn eistneska liðinu Levadia Tallinn í fyrri leik liðanna í Garðabæ þar sem Þorsteinn Már Ragnarsson skoraði bæði mörk Stjörnunnar sem komst í 2:0 í leiknum en Nikita Andreev skoraði dýrmætt útivallarmark fyrir Eistana á 78. mínútu. Garðbæingum dugar hins vegar jafntefli og þeir geta því legið til baka í Tallinn og freistað þess að beita skyndisóknum.

Breiðablik stendur einnig ágætlega að vígi fyrir seinni leik sinn gegn Vaduz frá Liechtenstein en liðin gerðu markalaust jafntefli á Kópavogsvelli í fyrri leiknum. Blikar voru sterkari aðilinn í leiknum og sóttu meira en gekk illa að skapa sér afgerandi marktækifæri. Leikmenn Vaduz lágu vel til baka og ógnuðu úr skyndisóknum og það má gera ráð fyrir því að leikplan liðsins verði svipað á heimavelli. Ef Blikar koma inn marki snemma í leiknum gæti róðurinn orðið þungur fyrir liðið frá Liechtenstein sem sýndi samt sem áður lipra takta í Kópavogi.

KR galt algjört afhroð gegn norska liðinu Molde á útivelli þar sem 7:1-tap reyndist staðreynd.

Einvígið var svo gott sem búið í hálfleik þar sem Molde leiddi með fjórum mörkum gegn engu. Vesturbæingum gekk illa að verjast föstum leikatriðum Norðmannanna og það verður að teljast nánast útilokað að íslenska liðið sé á leið í aðra umferð undankeppninnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »