Grótta fær Halldór frá Víkingi

Grótta er í toppbaráttunni í Inkasso-deildinni.
Grótta er í toppbaráttunni í Inkasso-deildinni.

Grótta hefur fengið til sín knattspyrnumanninn Halldór Jón Sigurð Þórðarson að láni frá Víkingi R. Halldór er fæddur árið 1996 og er uppalinn í Fram. Hann hefur einnig leikið með Hetti, ÍR og Aftureldingu. 

Halldór hefur leikið tvo deildarleiki með Víkingi á tímabilinu og einn bikarleik. Hann skoraði í 2:1-sigri Víkings á KÁ í bikarkeppninni. Halldór getur leikið sem bakvörður og kantmaður. 

Grótta hefur komið flestum á óvart með góðri frammistöðu í Inkasso-deildinni í sumar og er liðið með 24 stig í öðru sæti. 

mbl.is