Leikur Breiðabliks og Grindavíkur færður fram á mánudag

Kolbeinn Þórðarson í baráttunni við Ridrigo Mateo í leik liðanna …
Kolbeinn Þórðarson í baráttunni við Ridrigo Mateo í leik liðanna á síðustu leiktíð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leik Breiðabliks og Grindavíkur í 13. umferð úrvalsdeildar karla, Pepsi Max-deildarinnar, hefur verið frestað fram á mánudag en þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Leikurinn átti að fara fram á sunnudaginn næsta klukkan 16 á Kópavogsvelli en hefur verið færður fram á mánudaginn.

Þá mun leikurinn fara fram klukkan 19:15 á Kópavogsvelli en gengi liðanna í sumar hefur verið ólíkt. Breiðablik er í næstefsta sæti deildarinnar með 22 stig, sjö stigum minna en topplið KR, á meðan Grindavík er í níunda sæti deildarinnar með 13 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert