Markið kom viku of seint fyrir Blika

Guðjón Pétur Lýðsson í baráttunni á Kópavogsvelli í fyrri leik …
Guðjón Pétur Lýðsson í baráttunni á Kópavogsvelli í fyrri leik liðanna. mbl.is/Árni Sæberg

Draumur Breiðabliks um að komast áfram í Evrópukeppni í fyrsta sinn í sex ár varð að engu í Liechtenstein í gærkvöld þegar liðið heimsótti bikarmeistara Vaduz heim í síðari viðureign þeirra í 1. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Eftir markalausan fyrri leik í Kópavogi vann Vaduz 2:1 á heimavelli, fór áfram í næstu umferð en Blikarnir fara tómhentir heim.

Fyrsta þátttaka Blika í Evrópukeppni síðan 2016 var því stutt, en þremur árum þar á undan fór liðið alla leið í þriðju umferðina sumarið 2013 og féll úr leik eftir vítaspyrnukeppni. Það er vonandi fyrir Blikana að þeir muni brjóta mynstrið sem hefur myndast og þurfi ekki að bíða í önnur þrjú ár eftir næsta tækifæri.

Það má segja að Blikarnir hafi tapað þessu einvígi í fyrri leiknum með því að sækja ekki meira á eigin heimavelli. Vaduz treystir gríðarlega á heimavöll sinn og hafði aðeins tapað einum af síðustu 13 heimaleikjum sínum í Evrópukeppni fyrir einvígið. Það var ansi tæpt fyrir Blika að ætla sér að lauma inn útivallarmarki snemma leiks í Vaduz og spila upp á jafnteflið.

Sárabótarmark kom of seint

Blikarnir gerðu hins vegar hvað þeir gátu með það skipulag í gær í leik sem var mun opnari en sá fyrri. Þó að liðið hafi ekki vaðið í dauðafærum er dýrt að nýta ekki þau sem gefast, sérstaklega í svona leik. Sárabótarmark Höskuldar Gunnlaugssonar í uppbótartíma kom of seint til þess að hleypa spennu í leikinn á ný. Það er mark sem hefði þurft að koma í fyrri leiknum.

Greinina í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »