Ótrúlegur sigur Tindastóls á Skaganum

Murielle Tiernan var á skotskónum í dramatískum sigri Tindastóls.
Murielle Tiernan var á skotskónum í dramatískum sigri Tindastóls. mbl.is/Hari

Tindastóll styrkti stöðu sína í þriðja sæti 1. deildar kvenna í knattspyrnu, Inkasso-deildarinnar, eftir hreint ótrúlegan 2:1-sigurá ÍA í kvöld.

Eftir markalausan fyrri hálfleik fékk María Dögg Jóhannesdóttir í liði Tindastóls rautt spjald þegar rúmur hálftími var eftir. ÍA nýtti sér liðsmuninn þegar tíu mínútur voru eftir með marki Erlu Karitas Jóhannesdóttur.

Tindastóll gafst þó heldur betur ekki upp. Murielle Tiernan jafnaði metin þremur mínútum fyrir leikslok og það var svo í uppbótartíma sem hún var aftur á ferðinni eftir hornspyrnu og tryggði Tindastóli öll stigin.

Tindastóll er í þriðja sætinu með 18 stig, þremur á eftir Þrótti R. og fjórum á eftir toppliði FH, en ÍA er í sjöunda sæti með 11 stig.

Markaskorarar fengnir frá fotbolti.net

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert