Stig eiginlega of lítið

Hart barist í leik HK/Víkings og Keflavíkur í kvöld.
Hart barist í leik HK/Víkings og Keflavíkur í kvöld. mbl.is/Arnþór

Agi og einbeiting skilaði HK/Víking stigi eftir 1:1 í baráttuleik þegar Keflavík kom í Víkina í kvöld og jafnframt úr botnsæti deildarinnar en leikið var í 10. umferð efstu deildar kvenna í knattspyrnu, Pepsi-deildinni.  Miðað við fjörið, færin og baráttuna má segja að sitthvort stigið sé of lítið.

Viðureign HK/Víkinga og Keflavíkur varð fjörug frá fyrstu mínútu enda varla við öðru að búast þar sem 15 mörk hafa komið í síðustu  fjórum leikjum Suðurnesjaliðsins.  Hinsvegar voru það HK/Víkingar sem byrjuðu með miklum látum og pressuðu gestina aftarlega í vörnina en það sýndi sig að það getur líka skapað hættu hinu meginn og Sveindís Jane Jónsdóttir átti skot í slá heimakvenna á 7.  mínútu.   Liðin skiptust síðan á að sækja en besta færið fékk Fatma Kara fyrir HK/Víking á 44. mínútu en Aytak Sharifova markvörður Keflvíkinga varði glæsilega af stuttu færi.

Fjörið hélt áfram eftir hlé en á 59. mínútu tók Fatma Kara sig til með boltann rétt utan teigs og lét vaða, smellhitti boltann sem fór upp við slá hægra megin, óverjandi.  Eftir markið tóku gestirnir heldur við sér og sóttu stíft en HK/Víkingur varðist vel og reyndi síðan að skjótast í sókn.  Svo kom að því að skyndisókn Keflavíkinga gekk upp og á 84. mínútu skoraði Sophie Groff í autt markið eftir undirbúningar Sveindísar Jane.

Með stiginu fer Keflavík upp um 2 sæti, úr sjöunda í fimmta og HK/Víkingur komst upp fyrir Fylki í níunda sætið.

HK/Víkingur 1:1 Keflavík opna loka
90. mín. Simone Kolander (HK/Víkingur) á skot framhjá Kom sér í gott og en fast skotið fór metra yfir slánna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert