Svöruðu fyrir „ruglið“ úti

Kennie Chopart og Pálmi Rafn Pálmason í baráttunni á Meistaravöllum …
Kennie Chopart og Pálmi Rafn Pálmason í baráttunni á Meistaravöllum í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Eftirvæntingin hefur oft verið meiri fyrir Evrópuleik í Vesturbænum en hún var fyrir leik KR og Molde í 1. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í gærkvöld. Gestirnir frá Noregi unnu fyrri leikinn 7:1 og því var leikurinn á Meistaravöllum einungis formsatriði; möguleikar KR á að komast áfram voru líklega svona 0,0001%. Markalaust jafntefli varð niðurstaðan í heldur tíðindalitlum leik.

Líklega eru bæði lið sæmilega sátt við það hvernig leikurinn spilaðist í blíðunni í Vesturbænum. KR-ingar voru aldrei líklegir til að ógna stóru forskoti Norðmannanna og náðu að sama skapi að „skeina sér“ eftir „ruglleikinn“ í Noregi, eins og Pálmi Rafn Pálmason orðaði það eftir leik. Norðmennirnir fengu ágæta æfingu á glæsilegum velli í góðu veðri.

Sóknarmaðurinn Björgvin Stefánsson komst næst því að skora og það tvívegis í seinni hálfleiknum. Í fyrra skiptið þrumaði hann knettinum í utanverða stöngina og í það síðara komst hann einn í gegnum vörnina en Alexandro Craninx í marki gestanna var vel á verði.

Fyrir utan þessi atvik gladdi leikurinn lítið þá 355 áhorfendur sem lögðu leið sína á Meistaravelli. Það er bara vonandi að þeir hafi náð að sóla sig í frábæru sumarveðrinu. „Bestu“ tilraunir gestanna voru skot frá miðjum vellinum þar sem leikmönnum þeirra sýndist Beitir Ólafsson í marki KR vera of framarlega. Þessi sirkusatriði reyndu þeir í tvígang, án þess að ná að ógna marki.

Greinina í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »