KR tryggði sér úrslitaleik við Selfoss

KR-ingar fögnuðu vel og innilega í leikslok.
KR-ingar fögnuðu vel og innilega í leikslok. mbl.is/Árni Sæberg

KR og Selfoss eigast við í bikarúrslitum í Mjólkurbikar kvenna í fótbolta. Það varð ljóst eftir 2:0-sigur KR á heimavelli gegn Þór/KA í undanúrslitum í dag. 

Staðan var markalaus í hálfleik. Bæði lið fengu ágætisfæri í fyrri hálfleiknum en tókst ekki að skora. Þór/KA átti fleiri tilraunir, en þær voru flestar af löngu færi og ekki mjög hættulegar. 

Þór/KA hefði átt að fá víti undir lok hálfleiksins þegar Ingunn Haraldsdóttir felldi Stephany Mayor innan teigs, en Ingunn slapp með skrekkinn og hvorugu liðinu tókst að skapa færi eftir það. 

Það tók KR tólf mínútur í seinni hálfleik að komast yfir. Gloria Douglas tók þá á rás upp hægri kantinn og gaf fyrir á Ásdísi Karen Halldórsdóttur sem skoraði af öryggi af stuttu færi. 

Þór/KA leitaði að jöfnunarmarki en illa gekk að skapa færi. Hinum megin hélt KR áfram að vera hættulegt og annað markið kom sjö mínútum fyrir leikslok. Betsy Hassett skoraði þá með glæsilegu skoti utan af velli í hornið fjær. 

KR leikur því til úrslita í fyrsta skipti síðan árið 2011, er liðið tapaði fyrir Val í úrslitaleik. 

Lilja Dögg Valþórsdóttir, Grace Maher og Betsy Hassett úr KR …
Lilja Dögg Valþórsdóttir, Grace Maher og Betsy Hassett úr KR umkringja Láru Kristínu Pedersen úr Þór/KA. mbl.is/Árni Sæberg
KR 2:0 Þór/KA opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti tvær mínútur í uppbótartíma. KR er á leiðinni í úrslit.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert