Fylkir upp í fimmta sæti

Fylkismaðurinn Geoffrey Castillion sækir að Jonathan Franks úr ÍBV. Kolbeinn …
Fylkismaðurinn Geoffrey Castillion sækir að Jonathan Franks úr ÍBV. Kolbeinn Birgir Finnsson fylgist með. mbl.is/Árni Sæberg

Fylkir vann sannfærandi 3:0-sigur á ÍBV í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í dag. Með sigrinum fór Fylkir upp fyrir FH og upp í fimmta sætið. ÍBV er í botnsætinu með aðeins fimm stig. 

Fylkismenn voru mikið sterkari í fyrri hálfleik og Kolbeinn Aron Finnsson kom Fylki yfir á 12. mínútu með glæsilegu skoti upp í vinkilinn utan teigs. Fylkismenn hefðu hæglega getað skorað fyrr, en ÍBV náði sér engan veginn á strik fyrsta hálftímann. 

Eyjamenn voru sterkari síðasta korterið í fyrri hálfleik, en þrátt fyrir það voru það Fylkismenn sem tvöfölduðu forskotið í blálok seinni hálfleiks þegar varnarmaðurinn Ásgeir Eyþórsson skoraði af stuttu færi eftir horn. 

Eyjamenn byrjuðu seinni hálfleikinn af fínum krafti, en þeir náðu ekki að reyna mikið á Stefán Loga Magnússon í marki Fylkis. Það dró af ÍBV þegar leið á seinni hálfleikinn og voru gestirnir ekki líklegir til að skora. 

Fylkismenn gátu leyft sér að slaka á og sköpuðu þeir ekki mikið af færum. ÍBV hefði getað minnkað muninn á 78. mínútu en Stefán Logi varði mjög vel frá varamanninum Benjamin Prah sem slapp einn í gegn. 

Það voru hinsvegar heimamenn sem skoruðu þriðja mark leiksins. Eftir mistök í vörn ÍBV sendi Valdimar Þór Ingimundarson á Geoffrey Castillion sem skoraði af öryggi úr teignum. Lítið markvert gerðist eftir þriðja markið og öruggur sigur Fylkis varð staðreynd. 

Fylkir 3:0 ÍBV opna loka
90. mín. Þremur mínútum bætt við. Það er löngu ljóst hvort liðið fer með sigur af hólmi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert