Keflvíkingar lögðu Fram

Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflvíkinga fagnaði sigri í kvöld.
Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflvíkinga fagnaði sigri í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Keflavík sigraði Fram, 2:1, í síðasta leik þrettándu umferðar 1. deildar karla í knattspyrnu, Inkasso-deildarinnar, sem fram fór á Framvellinum í Safamýri í kvöld.

Gunnólfur Björgvin Guðlaugsson, sem er nýorðinn 18 ára, skoraði bæði mörk Keflvíkinga. Hann kom þeim yfir í lok fyrri hálfleiks og skoraði síðan sigurmarkið um miðjan síðari hálfleik, skömmu eftir að Tiago Fernandes jafnaði metin fyrir Framara.

Keflvíkingar fóru þar með upp um eitt sæti og eru nú í sjöunda sæti deildarinnar með 19 stig, einu stigi á eftir Frömurum sem eru með 20 stig í sjötta sætinu. Eftir tvo tapleiki í röð hafa Framarar dregist aftur úr efstu liðunum en Fjölnir með 29 stig, Þór með 26 og Grótta með 25 eru í þremur efstu sætunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert