Hilmar stöðvaði KR-inga

Stjörnumenn skoruðu dramatískt jöfnunarmark í gærkvöld.
Stjörnumenn skoruðu dramatískt jöfnunarmark í gærkvöld. mbl.is/Árni Sæberg

KR-ingar gengu svekktir af velli í gærkvöldi eftir 2:2 jafntefli við Stjörnuna í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu en það var Hilmar Árni Halldórsson sem jafnaði metin með skalla í uppbótartíma eftir langt innkast frá Jóhanni Laxdal.

Varamaðurinn Björgvin Stefánsson, 25 ára, eftir undirbúning frá öðrum varamanni, hinum 21 árs gamla Ægi Jarli Jónassyni, kom „gömlu“ liði KR-inga í 2:1 á 80. mínútu en frá þeim tíma og þar til Hilmar Árni skoraði voru KR-ingar líklegri til þess að bæta við þriðja markinu fremur en hitt.

Átta leikja sigurganga KR í deildinni var þar með á enda. KR er nú átta stigum á undan ÍA og Breiðabliki en Blikar geta minnkað forskotið niður í fimm stig í kvöld, takist þeim að sigra Grindvíkinga.

Garðbæingar mættu nokkuð óvænt ferskari til leiks en KR í Vesturbænum þrátt fyrir að hafa tekið töluvert meira á því en KR í Evrópueinvígi sínu í síðustu viku. Fyrri hálfleikur spilaðist nákvæmlega eins og Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hafði óskað sér. KR-liðið var þá steingelt í sóknarleik sínum og miðverðirnir Skúli og Arnór reyndu trekk í trekk hinar svokölluðu lykilsendingar sem Stjörnuliðið réð vel við. Það lá aftarlega og gaf Óskari Erni og félögum í sóknarteymi KR lítið pláss að vinna með.

Nánar er fjallað um alla leiki gærdagsins á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert