ÍBV fær markmann frá Norður-Írlandi

Clara Sigurðardóttir og liðsfélagar hennar í ÍBV fengu liðsstyrk í …
Clara Sigurðardóttir og liðsfélagar hennar í ÍBV fengu liðsstyrk í dag. mbl.is/Arnþór Birkisson

Jacqueline Burns er gengin til liðs við ÍBV og mun hún leika með liðinu út leiktíðina í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu en þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Burns er 22 ára gamall markmaður frá Norður-Írlandi en hún á að baki tólf landsleiki fyrir Norður-Írland.

Burns lék meðal annars með Carson-Newman háskólaliðinu í Bandaríkjunum. Hún er ekki komin með leikheimild með ÍBV en hún fær hana á morgun og verður því lögleg með ÍBV gegn Þór/KA á laugardaginn kemur. ÍBV er sem stendur í áttunda sæti Pepsi Max-deildarinnar með 9 stig, tveimur stigum frá fallsæti.

mbl.is