Unnar Þór og Aron Ýmir taka við ÍA

Unnar Þór Garðarson og Aron Ýmir Pétursson verða þjálfarar ÍA.
Unnar Þór Garðarson og Aron Ýmir Pétursson verða þjálfarar ÍA. Ljósmynd/ÍA

Knattspyrnudeild ÍA hefur ráðið þá Unnar Þór Garðarsson og Aron Ými Pétursson sem þjálfara meistaraflokks kvenna. Þeir taka við af Helenu Ólafsdóttur og Anítu Lísu Svansdóttur sem hættu með liðið á dögunum. 

Unnar Þór verður aðalþjálfari og Aron Ýmir verður honum til aðstoðar. Unnar hefur mikla reynslu að baki sem þjálfari og Aron Ýmir hefur starfað sem þjálfari yngri flokka hjá ÍA. 

Liðið er í sjöunda sæti í Inkasso-deildinni, 1. deild, með ellefu stig eftir níu leiki. 

mbl.is