Dramatík er KA missteig sig í Eyjum

ÍBV og KA áttust við.
ÍBV og KA áttust við. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Tíu leikja taphrinu ÍBV í öllum keppnum lauk er liðið fékk KA í heimsókn í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í dag. Eftir mikla dramatík í lokin urðu 1:1-lokatölur. 

KA komst yfir á 21. mínútu er Elfar Árni Aðalsteinsson skallaði í netið af stuttu færi eftir sendingu Hallgríms Mar Steingrímssonar og var staðan í hálfleik 1:0. 

Það tók ÍBV aðeins fjórar mínútur að jafna í seinni hálfleik. Gary Martin skoraði þá af miklu öryggi af vítapunktinum eftir að Callum Williams braut á Jonathan Glenn innan teigs. 

KA fékk gullið tækifæri til að tryggja sér dýrmæt þrjú stig í uppbótartíma er varamaðurinn Ásgeir Sigurgeirsson náði í víti. Hallgrímur Mar Steingrímsson fór á punktinn en Halldór Páll Geirsson varði frá honum og tryggði ÍBV eitt stig. 

ÍBV 1:1 KA opna loka
90. mín. Fjórar mínútur í viðbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert