Vonir Tindastóls enn á lífi

Tindastóll á enn möguleika á að fara upp um deild.
Tindastóll á enn möguleika á að fara upp um deild. mbl.is/Árni Sæberg

Tindastóll á enn veika von um að komast upp í úrvalsdeild kvenna í fótbolta eftir 3:1-sigur á Augnabliki á heimavelli í Inkasso-deildinni í dag. 

Staðan, næstu leikir og úrslit í Inkasso-deild kvenna

Laufey Harpa Halldórsdóttir kom Tindastóli á bragðið á 39. mínútu og var staðan í hálfleik 1:0.

Murielle Tiernan bætti við tveimur mörkum í seinni hálfleik og kom Tindastóli í 3:0, áður en Þórdís Katla Sigurðardóttir lagaði stöðuna fyrir Augnablik. 

Tindastóll er í þriðja sæti deildarinnar með 25 stig, sjö stigum á eftir FH sem er í öðru sæti og átta á eftir toppliði Þróttar. Efstu tvö liðin fara upp um deild. Þróttur og FH eiga leik inni.

Staðan í Inkasso-deild kvenna.
Staðan í Inkasso-deild kvenna. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert