Fyrsti fótboltatitilinn í sögu Selfyssinga

Selfyssingar urðu bikarmeistarar í knattspyrnu um helgina í fyrsta sinn …
Selfyssingar urðu bikarmeistarar í knattspyrnu um helgina í fyrsta sinn í sögu félagsins. mbl.is/Árni Sæberg

Selfoss vann fyrsta titil í fótbolta í sögu félagsins á laugardaginn var. Liðið bar þá sigur úr býtum gegn KR í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna á Laugardalsvelli, 2:1, eftir framlengdan leik.

Leikurinn var afar jafn og með smá heppni hefði KR hæglega getað fagnað sigri í lokin. Dagurinn var hins vegar Selfyssinga. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Selfossi á síðustu árum og hún er að skila sér núna. Sjö leikmenn sem komu við sögu hjá Selfossi í leiknum hafa aldrei spilað með öðru félagi hér á landi. Til að hjálpa til hefur félagið fengið til sín gæðaleikmenn. Kelsey Wys er einn besti markmaður deildarinnar, Grace Rapp og Allison Murphy eru flottir miðjumenn og Hólmfríður Magnúsdóttir ótrúleg.

Fyrsta markið vel tímasett

KR komst yfir í fyrri hálfleik en Selfoss lagði ekki árar í bát og tókst að snúa leiknum sér í vil, þrátt fyrir að hafa oft spilað betur. Það er gríðarlegt styrkleikamerki. Hólmfríður tók til sinna ráða og skoraði jöfnunarmarkið með stórkostlegum einleik. Listamenn hneigja sig eftir vel framkvæmd verk á stóra sviðinu og mark Hólmfríðar var listaverk. Hún hneigir sig kannski næst. Þóra Jónsdóttir ákvað svo að velja fullkomið augnablik til að skora fyrsta mark sitt á ferlinum í framlengingunni til að tryggja sigurinn. Þóra er fædd árið 1998 og spilaði fyrstu leiki sína í meistaraflokki á síðustu lektíð.

Selfoss er verðskuldaður bikarmeistari í ár. Íþróttalífið í Selfossbæ er til algjörar fyrirmyndar og eru aðeins örfáir mánuðir síðan karlalið félagsins varð Íslandsmeistari í handbolta. Það er vel haldið utan um félagið og fólk sem þykir vænt um bæði íþróttafélagið og bæjarfélagið í heild hefur komið að uppbyggingunni og þar eru allir að róa í sömu átt.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »