KR spilar í sérstökum afmælistreyjum (mynd)

Óskar Örn Hauksson var í byrjunarliði KR í kvöld.
Óskar Örn Hauksson var í byrjunarliði KR í kvöld. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Þegar þessi frétt er skrifuð er KR með 1:0-forystu gegn Víkingi R. í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. KR-ingar fagna 120 ára afmæli sínu á þessu ári og leikur liðið því í sérstökum afmælistreyjum. 

https://www.mbl.is/sport/efstadeild/2019/08/19/kr_vikingur_r_stadan_er_1_0/

Þá er félagið með 120 eintök af treyjunni til sölu og rennur ágóðinn til góðgerðamála. Leikmenn úr Íslandsmeistaraliði KR frá 1999 heiðursgestir félagsins á leiknum. 

Hér að neðan má sjá afmælistreyju KR-inga. 

Leikmenn KR máta nýju treyjuna.
Leikmenn KR máta nýju treyjuna. Ljósmynd/KR
mbl.is