Daði Freyr hjá FH til 2022

Daði Freyr Arnarsson verður hjá FH til 2022.
Daði Freyr Arnarsson verður hjá FH til 2022. mbl.is/Kristinn Magnússon

Markmaðurinn Daði Freyr Arnarsson hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild FH sem gildir til 2022. Daði fékk óvænt tækifæri í liði FH í sumar vegna meiðsla Gunnars Nielsen og Vignis Jóhannessonar. 

Daði hefur leikið tíu leiki í Pepsi Max-deildinni í sumar og tvo leiki í Mjólkurbikarnum. Hann lék með Vestra síðustu tvö sumur og var þriðji markmaður FH í byrjun tímabils. 

Hann hefur staðið sig mjög vel og þrátt fyrir að Gunnar Nielsen sé aftur orðinn heill heilsu, er Daði enn aðalmarkmaður liðsins. 

mbl.is