Guðmundur Andri missir af fallslagnum

Guðmundur Andri Tryggvason verður ekki með í fallslagnum.
Guðmundur Andri Tryggvason verður ekki með í fallslagnum. mbl.is/Arnþór Birkisson

Sóknarmaðurinn Guðmundur Andri Tryggvason verður ekki með Víkingi R. í leiknum gegn Grindavík í Pepsi Max-deildi karla í fótbolta á sunnudagskvöldið. Guðmundur hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann fyrir fjögur gul spjöld í sumar. 

Hallur Flosason, leikmaður ÍA, leikur ekki gegn ÍBV á laugardaginn vegna eins leiks banns og liðsfélagi hans Hlynur Sævar Jónsson missir einnig af leiknum. 

Kennie Chopart verður ekki með KR gegn KA á sunnudag vegna fjögurra  áminninga og Bjarni Ólafur Eiríksson verður ekki með Val gegn Stjörnunni á mánudag. 

Þá fékk Daninn Morten Beck Guldsmed beint rautt spjald í sigri FH á Fylki í síðustu umferð og verður hann því ekki með liðinu gegn Breiðabliki á sunnudag. 

Ennfremur fengu Caroline Van Slambrouck úr ÍBV og Eygló Þorsteinsdóttir úr HK/Víkingi eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda og þær verða ekki með liðum sínum í 15. umferð þegar þau mætast í Vestmannaeyjum á sunnudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert