Stórskemmtilegt í Smáranum

Birkir Már Sævarsson kemur Valsmönnum yfir gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli ...
Birkir Már Sævarsson kemur Valsmönnum yfir gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Ekki vantaði fjörið og mörkin á Kópavogsvelli í gær þegar Breiðablik og Valur mættust. Eftir sex skoruð mörk og 3:3 jafntefli fengu liðin sitt hvort stigið.

Á þessum síðum hefurðu örugglega lesið í gegnum tíðina að leikir hafi verið kaflaskiptir og slík lýsing á vel við í þetta skiptið. Valsmenn voru virkilega góðir fyrstu tuttugu og fimm mínútur leiksins eða svo. Eftir að hafa komist í 2:0 á fyrstu nítján mínútunum virtust þeir líklegir til að vinna leikinn örugglega. En eftir að Blikar komust inn í leikinn slökknaði nánast á Valsliðinu. Þeir áttu eina marktilraun á þeim tíma sem eftir lifði leiksins og hún skilaði marki. Var það skalli fyrirliðans Hauks Páls Sigurðssonar á 69. mínútu en í millitíðinni hafði Breiðablik skorað þrívegis.

Seigla eftir bikartap

Blikum hefur eflaust fundist þeir hafa tapað tveimur stigum í gær fyrst liðið var komið yfir 3:2 og þeir voru beittari en Valsmenn í síðari hálfleik. En í herbúðum Breiðabliks geta menn þó verið ánægðir með hvernig leikmenn liðsins brugðust við slæmri byrjun í gær og sneru leiknum sér í hag gegn Íslandsmeisturum. Sérstaklega í ljósi þess að Breiðablik féll úr keppni í undanúrslitum bikarkeppninnar fyrir nokkrum dögum, þar sem leikmenn liðsins höfðu flest á hornum sér þegar á leið. Móralslega ætti Valsleikurinn því að hafa nokkuð góð áhrif á Blikana og voru þeir auk þess án þeirra Thomasar Mikkelsen og Elfars Freys Helgasonar, sem voru í leikbanni vegna fjölda gulra spjalda.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »