Toppliðið vann nýbakaða bikarmeistara

Valur og Selfoss eigast við.
Valur og Selfoss eigast við. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Nýbakaðir bikarmeistarar Selfoss tóku á móti Valskonum í Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu á Selfossvelli í kvöld. Valur hafði 1:0 sigur.

Fyrri hálfleikur var mjög fjörugur framan af en það dofnaði talsvert yfir honum síðustu tuttugu mínúturnar. Bæði lið fengu góð færi en Valskonur voru nær því að skora, 0:0 í hálfleik.

Selfyssingar voru sterkari framan af síðari hálfleik en fengu mark í andlitið á 66. mínútu þegar Hlín Eiríksdóttir afgreiddi boltann fallega í netið.

Eftir markið má segja að Valskonur hafi haft nokkuð góð tök á leiknum og siglt þessum sigri örugglega í höfn.

Valur hefur 40 stig í toppsæti deildarinnar og er tveimur stigum á undan Breiðabliki sem sigraði KR 2:1 í kvöld.

Hlín Eiríksdóttir skoraði sigurmarkið.
Hlín Eiríksdóttir skoraði sigurmarkið. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
Selfoss 0:1 Valur opna loka
90. mín. Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur) fer af velli Hefur lítið sést í kvöld.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert