Toppliðið steinlá í Ólafsvík

Fjölnismaðurinn Guðmundur Karl Guðmundsson reynir að ná boltanum gegn Víkingi …
Fjölnismaðurinn Guðmundur Karl Guðmundsson reynir að ná boltanum gegn Víkingi Ólafsvík í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Víkingur Ólafsvík átti ekki í vandræðum með topplið Fjölnis og vann 4:1 þegar liðin áttust við í Ólafsvík í 1. deild karla í knattspyrnu, Inkasso-deildinni, í kvöld.

Harley Willard, Ibrahim Barrie og Guðmundur Magnússon komu Ólafsvíkingum í 3:0 í fyrri hálfleik, áður en Albert Brynjar Ingason minnkaði muninn fyrir Fjölni úr víti. Guðmundur skoraði hins vegar aftur fyrir Ólafsvíkinga og niðurstaðan 4:1-sigur þeirra.

Fjölnir er þó enn á toppnum með 35 stig, en geta misst toppsætið til Þórsara sem leika gegn Leikni R. á morgun. Víkingur er í fimmta sætinu með 27 stig.

Markaskorarar fengnir frá úrslit.net.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert