Toppliðið stöðvaði sjóðheitt Fylkislið

Elísa Viðarsdóttir fagnar marki sínu sem var fjórða mark Vals …
Elísa Viðarsdóttir fagnar marki sínu sem var fjórða mark Vals gegn Fylki í dag. Fanndís Friðriksdóttir og Dóra María Lárusdóttir fagna með henni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Valur sigraði Fylki með fimm mörkum gegn einu í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í dag.

Fylkir byrjaði af miklum krafti, héldu bolta vel og sóttu grimmt á báða bakverði Vals. Þrátt fyrir vaskan framgang og mikinn eldmóð heimamanna misstu þær leikinn úr höndunum um leið og yfirvegaðir Valsarar komust yfir á 25. mínútu leiksins. Þar náðu landsliðskonurnar Fanndís og Elín Metta að spila sig í gegnum Fylkisvörnina, Fanndís átti svo frábæra sendingu á Elínu Mettu sem lagði boltann í autt markið 1:0.

Eftir þetta mark datt botninn úr leik heimamanna og mörkin duttu inn eitt á fætur annars og í stöðunni 0-5 slaknaði á drápseðli Valskvenna. Hlín Eiríks skoraði flott mark eftir sendingu Margrétar Láru og kom Valskonum í 2:0. Elín Metta skoraði copy/paste af marki 1 eftir sendingu Fanndísar og jók forystuna í 3:0. Landsliðsbakvörðurinn Elísa Viðarsdóttir skoraði mark af löngu færi og kom Val í 4:0 stuttu eftir hálfleik.  Það var svo Hín Eiríks sem skoraði af mikilli yfirvegun eftir fínan bolta út í teiginn frá Margréti Láru 5:0.

Fylkismenn vöknuðu aðeins þegar Marija hirti boltann af tám Valsmanna eftir misskilning í vörninni og minnkaði muninn í 5:1. Það var köggur í þeim það sem eftir lifði en var ekki nóg til að raska ró Valsliðsins. Þær voru mun betri í dag.

Veðrið gerði ekki gæfumuninn í dag þar sem hraustlegur haustvindurinn blés þvert á völlinn hérna í Árbænum.

Það er því enn sami stigamunur á toppliðunum og Fylkir situr enn í öruggu sæti eftir leikinn hér í dag. Fylkir vann fimm leiki í röð fyrir leikinn í dag, en toppliðið var of sterkt. 

Fylkir 1:5 Valur opna loka
90. mín. Brynhildi Brá brá í brún þegar boltinn barst til hennar þarna, ekki besta sendingin í dag, en hún hefur annars komið spræk af bekknum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert