KR fékk eitt stig í heimsókn norður til KA

Hallgrímur Mar Steingrímsson tekur á rás með boltann gegn KR …
Hallgrímur Mar Steingrímsson tekur á rás með boltann gegn KR í dag. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

KA og KR mættust í 18. umferð Pepsi-Max deildar karla í knattspyrnu og var niðurstaðan markalaust jafntefli þeirra á milli á Akureyri.

Fyrri hálfleikurinn var afar rólegur og ekki mikið um færi. KR-ingar byrjuðu aðeins betur en náðu ekki að skapa sér marktækifæri að ráði. Óskar Örn Hauksson átti hættulegasta færi KR-inga í fyrri hálfleik þegar hann fékk gott skot færi í teig KA en skot hans yfir.  Hættulegasta færi KA var aukaspyrna rétt utan teigs um miðbik fyrri hálfleiks en skot Hallgríms Mar Steingrímssonar fór beint í vegginn. Staðan var því markalaus í hálfleik. 

Seinni hálfleikurinn var svipaður þeim fyrri og ekki mikið um opin marktækifæri. Eftir því sem leið á urðu KA-menn hættulegri aðilinn og áttu ágætis kafla. þrátt fyrir fína kafla áttu þeir þó ekki skot á rammann sem segir sína sögu um þennan leik. En KR-ingar áttu aðeins eitt skot á markið. 

Lokatölur 0:0. KR-ingar eru með 40 stig á toppi deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir. KA-menn eru sem stendur í 9.sæti með 21 stig.  

KA 0:0 KR opna loka
90. mín. Atli Sigurjóns vinnur aukaspyrnu á góðum stað fyrir KR.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert