Fyrsti maðurinn farinn eftir fall ÍBV

Rafael Veloso freistar þess að verja skot frá Brynjari Jónassyni …
Rafael Veloso freistar þess að verja skot frá Brynjari Jónassyni í leik HK og ÍBV. mbl.is/Kristinn Magnússon

Portúgalski markvörðurinn Rafael Veloso er farinn frá Eyjum og mun ekki spila fleiri leiki með knattspyrnuliði ÍBV á yfirstandandi leiktíð.

Þetta kemur fram á fotbolti.net, en Veloso kom til félagsins fyrir tímabilið. Undir stjórn Pedro Hipolito skiptist hann á við Halldór Pál Geirsson að verja mark ÍBV, en Halldór Páll hefur verið aðalmarkvörður síðan Ian Jeffs tók við.

Veloso, sem er uppalinn hjá Sporting og lék 33 leiki með yngri landsliðum Portúgal, hefur nú yfirgefið Eyjaliðið sem féll úr efstu deild um helgina. Hann lék sjö deildarleiki með liðinu, þann síðasta 21. júlí.

mbl.is