Kolbeinn saumar að Eiði Smára

Kolbeinn Sigþórsson
Kolbeinn Sigþórsson mbl.is/Árni Sæberg

Kolbeinn Sigþórsson er einu marki frá því að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen með íslenska landsliðinu í knattspyrnu en Kolbeinn skoraði síðara mark Íslendinga í 4:2-tapi gegn Albönum í undankeppni EM í kvöld.

Kolbeinn kom inná í seinni hálfleik og skoraði með sinni fyrstu snertingu og var það 25. mark hans fyrir íslenska landsliðið.

Markahæstu leikmenn landsliðsins frá upphafi, leikir í sviga:

26 - Eiður Smári Guðjohnsen (88)
25 - Kolbeinn Sigþórsson (52)
21 - Gylfi Þór Sigurðsson (70)
17 - Ríkharður Jónsson (33)
15 - Alfreð Finnbogason (54)
14 - Ríkharður Daðason (44)
14 - Arnór Guðjohnsen (73)
13 - Þórður Guðjónsson (58)
12 - Birkir Bjarnason (79)
12 - Tryggvi Guðmundsson (42)
12 - Heiðar Helguson (55)
11 - Pétur Pétursson (41)
11 - Matthías Hallgrímsson (45)
10 - Helgi Sigurðsson (62)
10 - Eyjólfur Sverrisson (66)

Eiður Smári í sínum síðasta landsleik sem var gegn Frökkum …
Eiður Smári í sínum síðasta landsleik sem var gegn Frökkum á EM. Hann er markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi með 26 mörk. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is