HK/Víkingur féll úr efstu deild

Frá fyrri leik liðanna sem fram fór í Kórnum.
Frá fyrri leik liðanna sem fram fór í Kórnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lið HK/Víkings er fallið úr efstu deild kvenna í knattspyrnu eftir tap fyrir ÍBV 3:1 í frestuðum leik úr 15. umferð á Hásteinsvelli í dag.

HK/Víkingur situr í botnsæti deildarinnar með 7 stig en ÍBV er í áttunda sætinu með 15 stig. ÍBV er nú fimm stigum fyrir ofan Keflavík sem er í fallsæti. Nánast allt þarf því að ganga upp hjá Keflavík í síðustu tveimur umferðunum til að halda sæti sínu í deildinni en liðið á eftir að mæta HK/Víkingi og toppliði Vals á Hlíðarenda.

Brenna Lovera skoraði seinni tvö mörk ÍBV á 59. og 77. mínútu leiksins, bæði eftir sendingar frá Clöru Sigurðardóttur. Emma Kelly gerði fyrsta mark ÍBV sem var stórglæsilegt skot fyrir utan teig.

Simone Kolander gerði virkilega vel þegar hún minnkaði muninn í 3:1 undir lok leiksins, þar nýtti hún sér allan þann tíma sem henni var gefinn og skoraði með föstu skoti á nærstöng.

Sigurinn er kærkominn fyrir eyjakonur en gengi þeirra hefur ekki verið upp á marga fiska í sumar. Með sigrinum fer liðið langleiðina með að bjarga sér frá falli. 

ÍBV 3:1 HK/Víkingur opna loka
90. mín. Leik lokið +4. Leik lokið, HK/Víkingur er fallið.
mbl.is