Vonin beið umtalsverðan hnekki

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði en það dugði skammt gegn Albaníu.
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði en það dugði skammt gegn Albaníu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vonir Íslands um að komast í lokakeppni Evrópumóts karla í fótbolta árið 2020 biðu umtalsverðan hnekki í Elbasan í Albaníu í gær þegar liðið tapaði fyrir Albönum, 4:2, í sannkölluðum baráttuleik.

Þar með er Ísland með 12 stig í þriðja sætinu að sex umferðum loknum. Tyrkir unnu Moldóvu á útivelli og Frakkar unnu Andorra á heimavelli, eins og búast mátti við, og báðar þjóðir eru því komnar með 15 stig. Ætli íslenska liðið sér að ná öðru tveggja efstu sætanna og komast beint á EM þurfa heldur betur að verða sviptingar í leikjunum sem eftir eru.

Næsti leikur er gegn Frökkum heima og út úr honum þarf íslenska liðið að fá eitthvað, ásamt því að treysta á að Albanar komi til hjálpar og vinni útisigur gegn Tyrkjum. Albanar eygja nú von um að blanda sér í slaginn um annað sætið, komist þeir á flug í fjórum síðustu umferðunum. Það gæti mögulega hjálpað.

Ísland þarf nær örugglega fjóra sigra í fjórum síðustu leikjunum, í það minnsta tíu stig með því að gera jafntefli við Frakka, til að geta gert sér vonir um að komast beint í lokakeppnina. Hætt er við að við þurfum annars fljótlega að fara að reikna út umspilsmöguleikana í gegnum Þjóðadeildina.

Sjáðu greinina í heild sinni og umfjöllun um frammistöðu leikmanna í leiknum í gær í Morgunblaðinu sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert