Ísland skoraði tíu í fyrsta leik

Byrjunarlið Íslands í dag.
Byrjunarlið Íslands í dag. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska U17 ára landslið kvenna í fótbolta fór afar vel af stað í undankeppni EM 2020 í dag og vann 10:1-sigur á Hvíta-Rússlandi í fyrsta leik. Leikið er í Hvíta-Rússlandi. 

Bryndís Arna Níelsdóttir, leikmaður Fylkis, skoraði fimm mörk, Stjörnukonan Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir fjögur og Þórhildur Þórhallsdóttir, leikmaður Breiðabliks, skoraði eitt. 

Ísland mætir Möltu á miðvikudaginn kl. 9 og Frakklandi næsta laugardag kl. 11. Efstu tvö lið riðilsins fara áfram í milliriðla sem fara fram eftir nokkrar vikur. 

mbl.is