Keflavík fallið þrátt fyrir sigur

Sveindís Jane Jónsdóttir framherji Keflavíkur í fyrri leik liðanna í …
Sveindís Jane Jónsdóttir framherji Keflavíkur í fyrri leik liðanna í sumar. mbl.is/Arnþór Birkisson

Í dag mættust í Reykjaneshöllinni Keflavík og HK/Víkingur í botnslag Pepsi Max-deildarinnar.  Leikur sem upphaflega átti að fara fram á Nettóvellinum í Keflavík var færður inn vegna veðurs suður með sjó. 

HK/Víkingur fyrir leik voru fallnar úr deildinni en Keflavík eigði von á að halda sæti sínu með sigri en þurftu einnig að stóla á úrslit leiks ÍBV og Fylkis. Keflavík vann leikinn, 4:1, en féll engu að síður þar sem ÍBV vann sinn leik.

Það hófst ekki vel fyrir Keflavík því eftir aðeins 2 mínútur skoraði Eva Rut Ásþórsdóttir fyrir gestina og ákveðin tuska í andlit heimastúlkna.  Eftir þetta hinsvegar tóku Keflavík völdin á vellinum og sóttu stíft. Á 26. mínútu jöfnuðu Keflvíkingar og var þar að verki Natasha Anasi, 1:1. 

Keflavík komst svo yfir á 33. mínútu þegar Kristrún Ýr Hólm kom boltanum í netið eftir hornspyrnu.  Keflavík leiddi í hálfleik verðskuldað 2:1 og strax á upphafsmínútum seinni hálfleiks bætti Natasha Anasi við og staðan því 3:1. 

Þegar leið á fóru HK/Víkingskonur að sækja harðar og voru á tímum ansi líklegar að setja sitt annað mark.  Á 70. mínútu var umdeilt atvik þegar Aytac Sharifova í marki Keflavíkur skutlaði sér fram á við í markvörslu og endaði á leikmanni HK/Víkings en ekkert var dæmt.

En það voru Keflvíkingar sem hömruðu heitt stálið og komið var að Sveindísi Jane Jónsdóttur sem skoraði á 78. mínútu leiksins og staðan orðin 4:1.

Þannig endaði leikurinn og verðskuldaður sigur Keflavíkur í þessum bráðskemmtilega leik.  Þetta dugði Keflavík hinsvegar ekki því ÍBV vann sinn leik gegn Fylki og Suðurnesjaliðið er því fallið niður með gestum sínum í dag.  

Keflavík 4:1 HK/Víkingur opna loka
90. mín. Sveindís Jane Jónsdóttir (Keflavík) á skot framhjá +2 Sveindís með fínt skot rétt utan teigs en boltinn nær ekki á rammann.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert