Klárum tímabilið og förum yfir málin

Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, sagði sigurinn súrsætan eftir að liðið vann 4:1-sigur á HK/Víking en féll engu að síður úr Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu.

„Þetta réðist ekki endilega í dag, það eru aðrir leikir sem féllu ekki með okkur og taflan lýgur ekki,“ sagði Gunnar meðal annars í samtali við mbl.is.

„Við höfum oft sýnt frábæra frammistöðu en kannski ekki náð að tengja það í heilan leik,“ bætti hann við en viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is