Selma flutt á sjúkrahús

Selma Sól Magnúsdóttir.
Selma Sól Magnúsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Selma Sól Magnúsdóttir, landsliðskona í Breiðabliki, var flutt á sjúkrahús að loknum leik Breiðabliks og Vals í Pepsí Max deild-kvenna á Kópavogsvellinum í kvöld. 

Selma þurfti að fara af velli vegna meiðsla í fæti seint í leiknum. Hún lá eftir í gervigrasinu og virtist kvalin. 

Hún lenti í aðstöðu þar sem fóturinn „varð eftir“ ef svo má segja og væntanlega fékk hún slink á hnéð. 

Að leiknum loknum var hún sótt inn í búningsklefa og rennt út í sjúkrabíl. Ekki er því útlit fyrir að hún geti leikið með Breiðabliki í lokaumferðinni gegn Fylki. Í lok mánaðarins á Breiðablik auk þess eftir að mæta Spörtu Prag ytra í Meistaradeildinni. 

mbl.is