Tókum áhættu sem skilaði sér

Brynjar Björn Gunnarsson með hendur uppi á hliðarlínunni í dag.
Brynjar Björn Gunnarsson með hendur uppi á hliðarlínunni í dag. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Brynjar Björn Gunnarsson var ánægður með stig á Akureyri í dag eftir að lið hans, HK, hafði skorað jöfnunarmark gegn KA á lokasekúndum leiks liðanna í Pepsi Max-deildinni í fótbolta.

„Mér fannst alltaf eins og við værum að fara að jafna leikinn. Þeir komust yfir og voru betri í byrjun en eftir svona korter þá fannst mér við alltaf líklegir að fara að jafna leikinn. Markið kom bara miklu seinna en ég bjóst við en það skiptir ekki öllu. Við áttum minnst skilið að fá þetta stig miðað við hvernig við spiluðum.“

Nú spiluðuð þið manni færri síðustu tuttugu mínúturnar. Það var ekkert að halda aftur að ykkur og þið tókuð áhættu enda urðuð þið að blása til sóknar.

„Já það var ekkert annað í stöðunni. Við tókum vissa áhættu en hún skilaði sér,“ sagði Brynjar Björn vel sáttur með málalyktir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert