Pínulítil von en við berjumst

Srdjan Tufegdzic þjálfari Grindavíkur.
Srdjan Tufegdzic þjálfari Grindavíkur. Eggert Jóhannesson

„Við þurfum ekkert að horfa niður, það er pínulítil von en á meðan það er möguleiki þá munum við berjast fyrir honum,“ sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Grindvíkinga, eftir 1:1 jafntefli á Akranesi í dag þegar leikið var í 19. umferð efstu deildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildinni.

„Mér fannst við spila góðan leik, sérstaklega þar sem við vorum að spila gegn flottu liði á erfiðum útivelli, auk þess að vera í þessari stöðu í deildinni þar sem við erum mörgum stigum frá því að vera öruggir með að halda okkur í deildinni.  Að gefast aldrei upp sýnir karkater í liði mínu og ég er gríðarlega stoltur.“

Grindvíkingar eiga enn möguleika á að halda sér í deildinni en þá þarf líka allt að ganga upp.  „Við erum inni í öllum leikjunum í sumar en það er saga okkar í sumar, það vantar herslumuninn í að einhver af þessum tíu jafnteflisleikjum í sumar endi með sigri okkar, því miður.  Ef maður lítur aftur og skoðar sumarið, hvað klikkar og hvað ekki, þá er á hreinu að við allir gáfum allt okkar og börðumst fram á síðustu stundu. Það er samt ekki nóg til að vera í betri stöðu og eitthvað sem við skoðum eftir tímabilið,“ bætti þjálfarinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert