Uppselt á leik Íslands og Frakklands

Aron Einar Gunnarsson í sækir hér að Antoine Griezmann.
Aron Einar Gunnarsson í sækir hér að Antoine Griezmann. AFP

Uppselt á leik Íslands og Frakklands sem mætast í undankeppni Evrópumótsins á Laugardalsvellinum hinn 11. október.

Miðasala á leikinn hófst klukkan 12 á hádegi og á örfáum mínútum var uppselt á leikinn. Frakkar, sem eru ríkjandi heimsmeistarar, eru með 12 stig eins og Tyrkir í riðlinum en Íslendingar eru í þriðja sætinu með 9 stig.

Miðasala á leik Íslands og Andorra, sem fer fram mánudaginn 14. október kl. 18.45, hefst miðvikudaginn 18. september kl. 12.00 á tix.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert