Urðum smeykir að halda boltanum

Alex Þór Hauksson
Alex Þór Hauksson

„Við vorum fínir í fyrri hálfleik og þorðum þá að halda í boltann en strax í seinni hálfleik tóku Blikarnir völdin. Við urðum smeykir við að halda boltanum og fórum í ódýrar lausnir með að sparka boltanum fram á völlinn,“ sagði Alex Þór Hauksson, miðjumaður Stjörnunnar, við mbl.is eftir 1:1 jafntefli Breiðabliks og Stjörnunnar í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu í kvöld.

„Stigið gefur okkur ekki mikið í þessari Evrópubaráttu en við verðum að halda einbeitingu og reyna að vinna þá tvo leiki sem við eigum eftir í deildinni og sjá hverju það skilar okkur. Ég veit ekki alveg hvað gerðist hjá okkur í seinni hálfleik. Þegar við fengum tækifæri á að sækja hratt á þá vorum við klaufar en Blikarnir eru með gott lið,“ sagði Alex Þór en vonir Stjörnumanna um að ná Evrópusæti dvínuðu eftir úrslitin í kvöld. Þeir eru í fjórða sæti, tveimur stigum á eftir FH-ingum sem eiga leik til góða gegn ÍBV á miðvikudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert