Við erum Íslandsmeistarar

Óskar Örn Hauksson þegar niðurstaðan lá fyrir í kvöld.
Óskar Örn Hauksson þegar niðurstaðan lá fyrir í kvöld. mbl.is/Hari

„Ég hef aldrei verið betri, aldrei verið betri,“ sagði Óskar Örn Hauksson, fyrirliði KR, eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta með 1:0-sigri á Val á Hlíðarenda í kvöld. Óskar segir það extra sætt að vinna titilinn á heimavelli ríkjandi meistara og erkifjandanna. 

„Það er það, alveg eins og það væri öfugt. Það er geggjað að vinna hér taka svo á móti bikarnum í Frostaskjólinu,“ sagði Óskar sem segir sigurinn í kvöld verðskuldaðan. 

„Við mættum klárir, en það var ekki auðvelt að halda þessari 1:0-forystu. Við hefðum getað skorað fleiri mörk á meðan þeir sköpuðu sér ekki mikið. Þetta var mjög öruggur sigur.“

Óskar varð meistari með KR árin 2011 og 2013, en hann segir að titilinn í ár sé sá sætasti. „Þessi er sætastur held ég. Sá titill sem þú vinnur í hvert skipti er alltaf sætastur. Við höfum sýnt að við erum bestir og við erum Íslandsmeistarar,“ sagði Óskar Örn Hauksson. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert