Við vorum með leikinn í lás

Árni Snær Ólafsson.
Árni Snær Ólafsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við fengum færi á að gera út um leikinn en Grindvíkingar líka og þetta voru örugglega svekkjandi úrslit fyrir bæði lið,“ sagði Árni Snær Ólafsson fyrirliði og markvörður Skagamanna við mbl.is eftir 1:1 jafntefli við Grindavík þegar liðin mættust í 20. umferð efstu deildar karla í knattspyrnu í dag á Skipaskaga. 

 „Í fyrri hálfleik fannst mér við vera með leikinn í lás, Grindvíkingar fengu einhver hálffæri eins og gengur en í seinni hálfleik fóru þeir að dæla löngum sendingum inn í teiginn, þeir eru góðir í því og við réðum bara ekki nógu vel við það.   Við fórum líka aðeins að reyna að halda fengnum hlut, ætluðum ekki að gera það en slíkt gerist.  Við vitum að það er tölfræðilegur möguleiki á Evrópusæti en það er langsótt og í raun ekki í okkar höndum.  Ef við vinnum næstu tvo leikina eigum við möguleika.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert