Valsmenn enn í fallhættu

Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsmanna, fylgist með sínum mönnum í leiknum …
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsmanna, fylgist með sínum mönnum í leiknum gegn KR í gærkvöld. mbl.is/Hari

Fimm lið eru enn í fallhættu í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu en 20. umferðinni lýkur á morgun með tveimur leikjum.

ÍBV er fyrir nokkru fallið úr deildinni og flest bendir til þess að Grindavík kveðji deild þeirra bestu. En með stiginu gegn Skagamönnum á Akranesi í gær eiga Grindvíkingar enn möguleika á að bjarga sér frá falli.

Fráfarandi meistarar Vals, KA, Fylkir og Víkingur eru ekki enn lausir við falldrauginn en Fylkir og Víkingur eigast við í Árbænum annað kvöld. Sigurliðið í þeim leik tryggir sæti sitt og jafntefli myndi þýða að bæði lið eru hólpin.

Grindvíkingar verða að vinna báða sína leiki til að eiga möguleika á að halda sæti sínu en það sem gerir stöðu þeirra enn verr er að þeir eru með 8 mörk í mínus í markatölu. Grindavík á eftir að mæta Val á heimavelli og FH á útivelli.

Leikirnir sem eftir eru í Pepsi Max-deildinni:

Á morgun:
16.45 FH - ÍBV
19.00 Fylkir - Víkingur

Á sunnudaginn:
14.00 HK - ÍA
14.00 KR - FH
14.00 Fylkir - Stjarnan
14.00 Grindavík - Valur
14.00 ÍBV - Breiðablik
14.00 Víkingur - KA

Laugardardagur 28. september:
14.00 ÍA - Víkingur
14.00 Breiðablik - KR
14.00 KA - Fylkir
14.00 Stjarnan - ÍBV
14.00 FH - Grindavík
14.00 Valur - HK

Staðan:

mbl.is