Næstur á eftir Andra og Hemma Gunn

Morten Beck Guldsmed fagnar einu af mörkum sínum gegn ÍBV …
Morten Beck Guldsmed fagnar einu af mörkum sínum gegn ÍBV í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Morten Beck Guldsmed, danski framherjinn hjá FH, varð í gær fyrsti leikmaðurinn í 22 ár til að skora þrennu í tveimur leikjum í röð í efstu deild karla í knattspyrnu hér á landi.

Hann gerði þrjú marka FH í 6:4 sigrinum á ÍBV í Kaplakrika í gær og þrennu í 3:1 sigri á Stjörnunni í síðasta leik.

Sá síðasti sem lék þennan leik var Andri Sigþórsson árið 1997. Hann skoraði þá fimm mörk fyrir KR í 6:2 sigri á Skallagrími og í næsta deildaleik KR-inga, gegn Val, skoraði Andri þrennu í 6:1 sigri. Í millitíðinni lék hann tvo Evrópuleiki með KR.

Sá síðasti þar á undan sem lék þennan leik var Hermann Gunnarsson í júlí árið 1973. Hann skoraði þá þrennur í 6:0 sigri Vals á ÍBV og 6:3 sigri Vals á Breiðabliki. Hermann setti markamet þetta ár með því að skora 17 mörk í deildinni.

Fréttin var uppfærð þar sem afrek Andra vantaði upphaflega inn í hana.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »