Stórsigur Blikakvenna dugði ekki til

Voninni haldið á lífi. Heiðdís Lillýjardóttir jafnar 1:1 fyrir Breiðablik …
Voninni haldið á lífi. Heiðdís Lillýjardóttir jafnar 1:1 fyrir Breiðablik á síðustu sekúndu í uppbótartíma í leiknum gegn Val í síðustu umferðinni. mbl.is/Árni Sæberg

Blikakonur gerðu sitt þegar þær sóttu Fylki heim í Árbæinn í dag og unnu sinn leik 5:1 en það dugði ekki til að verja Íslandsmeistaratitilinn því Valur vann í Keflavík og hirti titilinn þegar leikin var síðasta umferð efstu deildar kvenna í fótbolta, Pepsi-deildinni.

Aðeins voru liðnar fjórar mínútur þegar Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði með hnitmiðuðu skoti og aðrar fjórar liðu þangað til Berglind Björg Þorvaldsdóttir bætti við marki eftir sendingu innfyrir vörn Fylkis. Næstu mínútur áttu Árbæingar skot á markið en markið kom ekki. Þá tóku Blikar völdin á vellinum, sóttu án afláts og áttu mörg góð skot á mark Árbæinga en Brigita Markute varði hvað eftir annað með glæsibrag. Henni tókst þó ekki að koma í veg fyrir annað mark Berglindar Bjargar á 40. mínútu, hafði þá varið skot Karólínu Leu í slána en boltinn datt þá niður fyrir Berglindi Björgu.

Blikakonur sóttu af talsverðum þunga og á 60. mínútu skoraði Alexandra Jóhannsdóttir fjórða mark Blika en tíu mínútum síðar minnkaði Sæunn Rós Ríkharðsdóttir muninn í 1:4 með skoti af löngu færi. Þá liðu ekki nema tvær mínútur þar til Berglind Björg nýtti sér mistök í vörn Fylkis og skoraði sitt þriðja mark.

Þrátt fyrir öruggan sigur varð Breiðablik að sjá á eftir titlinum en náði 6. sætinu.

Fylkir 1:5 Breiðablik opna loka
90. mín. Isabella Eva Aradóttir (Breiðablik) á skot framhjá Utan teigs og vel framhjá.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert