Kláruðum okkar en svona fór þetta

Þorsteinn Halldórsson þjálfari Breiðabliks
Þorsteinn Halldórsson þjálfari Breiðabliks

„Við stefndum á að klára okkar verkefni í dag og gerðum það en svona endar þetta,“  sagði Þorsteinn H. Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Breiðabliks, sem vann Fylki 5:1 í Árbænum í dag en það dugði skammt því Valur vann sinn leik og hirti titilinn af Blikum í efstu deild kvenna í knattspyrnu, Pepsi-deildinni.

„Við þurftum að skora mjög mörk til að ná Val að markatölu en spiluðum vel, fengum fullt af færum og hefðum líklega geta skorað tíu mörk en ég er sáttur við leikinn, byrjuðum vel, sóttum af krafti og voru betri allann held ég.“

Breiðablik tapaði ekki leik í deildinni og gerði þrjú jafntefli, sem stundum hefði dugað til að landa titli.  „Við getum ekkert verið ósátt við stigasöfnun okkar, taplaus með þrjú jafntefli, en munurinn liggur í því að Valsliðið var bara gott í sumar og ég óska þeim öllum til hamingju.   Það var margt jákvætt í okkar leik,“  bætti þjálfarinn við og á ekki von á miklum breytingum fyrir næsta tímabil.  „Ég á ekki von á neinum breytingum á liði okkar, allir samningsbundnir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert