Evrópudraumur Stjörnunnar enn á lífi

Ólafur Ingi Skúlason og Baldur Sigurðsson í fyrri leik liðanna ...
Ólafur Ingi Skúlason og Baldur Sigurðsson í fyrri leik liðanna í sumar. mbl.is/Arnþór Birkisson

Stjarnan vann sannfærandi 4:1-sigur á Fylki á útivelli í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í dag og hélt með því vonum sínum á að ná í Evrópusæti á lífi. Stjarnan er í fjórða sæti með 32 stig, tveimur stigum á eftir FH fyrir lokaumferðina. 

Þrátt fyrir að bæði lið hefi fengið mörg færi í fyrri hálfleik var staðan í leikhléi markalaus. Guðjón Baldvinsson skaut í stöngina á marki Fylkis og Elís Rafn Björnsson í slána. Hákon Ingi Jónsson fékk besta færi Fylkis er hann slapp aleinn gegn Haraldi Björnssyni í markinu, en markmaðurinn varði vel. 

Mörkunum rigndi hins vegar inn í seinni hálfleik. Það fyrsta skoraði Fylkir er Elís Rafn Björnsson setti boltann í eigið mark gegn sínum gömlu félögum. Það kveikti hins vegar í Stjörnumönnum.

Hilmar Árni Björnsson jafnaði strax í næstu sókn með góðu skoti utan teigs og tveimur mínútum síðar kom Martin Rauschenberg Stjörnunni í 2:1 með skalla af stuttu færi eftir hornspyrnu Hilmars. 

Þriðja mark Stjörnunnar á fjórum mínútum fylgdi í kjölfarið. Ásgeir Eyþórsson braut á Hilmari innan teigs og Hilmar fór sjálfur á vítapunktinn og skoraði af öryggi sitt annað mark í leiknum. Sölvi Snær Guðbjargarson bætti við fjórða marki Stjörnunnar 20 mínútum fyrir leikslok með skoti af stuttu færi. 

Fylkir 1:4 Stjarnan opna loka
90. mín. Leik lokið Ekki miklu bætt við enda engin ástæða til. Stórskemmtilegt í seinni hálfleik!
mbl.is