Heldur Grindavík áfram í vonina?

KR-ingar fá Íslandsbikarinn eftir leikinn gegn FH í dag og …
KR-ingar fá Íslandsbikarinn eftir leikinn gegn FH í dag og Grindvíkingar verða að vinna Val til að eiga möguleika á að leika áfram í deildinni. mbl.is/Árni Sæberg

Fallbaráttunni í úrvalsdeild karla í fótbolta gæti lokið í dag þegar næstsíðasta umferðin verður leikin en allir leikirnir hefjast klukkan 14.

Grindvíkingar þurfa að vinna Valsmenn til að eiga von fyrir lokaumferðina um að halda sér í deildinni. Grindavík er með 19 stig en Valur, Víkingur og KA eru öll með 25 stig. Vinni Grindvíkingar leikinn verða Valsmenn áfram í fallhættu þótt hún verði ekki mikil vegna góðrar markatölu þeirra.

Víkingur mætir KA og í þeim leik verður tapliðið áfram í fallhættu ef Grindavík vinnur sinn leik. Með jafntefli yrðu hinsvegar bæði lið örugg um áframhaldandi sæti í deildinni.

KR-ingar fá Íslandsbikarinn afhentan á heimavelli sínum í dag eftir leik þeirra við FH-inga, sem geta gulltryggt sér þriðja sætið og þátttökurétt í undankeppni Evrópudeildarinnar næsta sumar. FH er með 34 stig og einu liðin sem geta náð Hafnfirðingum að stigum eru Stjarnan með 29 stig og Fylkir með 28 stig en þau mætast einmitt í Árbænum.

Leikir 21. umferðar kl. 14.00 í dag:

14.00 Grindavík - Valur
14.00 Víkingur R. - KA
14.00 Fylkir - Stjarnan
14.00 KR - FH
14.00 HK - ÍA
14.00 ÍBV - Breiðablik

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert