„Einn besti þjálfari íslenskrar knattspyrnusögu“

Ólafur Jóhannesson.
Ólafur Jóhannesson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnudeild Vals hefur staðfest að samningur Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals, verði ekki endurnýjaður en Ólafur hefur stýrt Valsliðinu undanfarin fimm ár með frábærum árangri.

Undir stjórn Ólafs varð Valur tvívegis Íslandsmeistari og vann bikarmeistaratitilinn tvisvar sinnum. Samkvæmt heimildum mbl.is mun Heimir Guðjónsson, þjálfari færeyska liðsins HB, taka við Valsliðinu af sínum gamla lærimeistara en Heimir var aðstoðarmaður Ólafs hjá FH áður en hann tók við FH-liðinu.

„Stjórn knattspyrnudeildar Vals hefur upplýst Ólaf Jóhannesson um að starfssamningur hans verði ekki endurnýjaður að loknu keppnistímabili því sem nú er að líða. Tilkynnt verður um eftirmann Ólafs innan skamms.

Undanfarin fjögur keppnistímabil hafa því verið gjöful og árangursrík og hefur meistaraflokkur karla tekið miklum framförum undir stjórn Ólafs sem er sannarlega einn besti þjálfari íslenskrar knattspyrnusögu,“ segir á facebooksíðu knattspyrnudeildar Vals.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert