Ragir og refsað

Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA.
Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA.

„Við byrjuðum leikinn af krafti eins og við ætluðum okkur, gerðum vel,  kommust í fín færi og skoruðum mark en við vorum oft á tíðum of linir í stöðunni eitt-eitt,“  sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir 5:1 tap fyrir Víkingum á Akranesi þegar fram fór lokaumferð efstu deildar karla í fótbolta, Pepsi-deildarinnar. 

„Víkingar eru með hörkugóða fótboltamenn og við ætluðum að gera betur, pressa þá betur, vinna boltann oftar af þeim en þeir nýttu sér hvað við vorum oft ragir í varnarleiknum og refsuðu okkur.“

Hvað segir þjálfarinn svo um sumarið:  „Ég á erfitt með að segja núna eitthvað um það, eftir svona leik.  Við erum virkilega svekktir að tapa hérna núna.  Það kemur fullt af fólki að styðja okkur og við höfum fundið fyrir góðum stuðningi,“  sagði Jóhannes Karl og að mestu sáttur.

„Við höfum lagt mikla vinnu á okkur, erum nýliðar í deildinni en komum inn í mótið af miklum krafti, sýndum að það eru gæði í þessum leikmannahóp en sýndum líka að það hefur verið óstöðugleiki hjá okkur sem á köflum er alveg eðlilegt.  Við erum með yngsta liðið í Pepsi-deildinni, erum að spila mikið á heimamönnum og gefa ungum strákum tækifæri til að spila sína fyrstu leiki  í efstu deild.  Það erum við sáttir með, líka sáttir að hafa aldrei verið í neinni fallbaráttu og náðum markmiði okkar, að tryggja sæti okkar í deild þeirra bestu.  Það ætluðum við okkur en við fáum jafnvel líka út úr þessu, sem er jákvætt, að við fáum fullt af glímum á leiðinni.  Sumum töpum við svolítið harkalega og þurfum að draga einhvern lærdóm af því.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert