Helgi orðinn leikmaður Víkings

Helgi Guðjónsson ásamt Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings.
Helgi Guðjónsson ásamt Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings. Ljósmynd/Víkingur Reykjavík

Knattspyrnudeild Víkings Reykjavíkur hefur samið við framherjann Helga Guðjónsson um að leika með félaginu næstu tvö árin. Helgi kemur til félagsins frá Fram. 

Helgi, sem er tvítugur, skoraði 19 mörk í 25 leikjum fyrir Fram í deild og bikar í sumar. Hann varð markahæstur í Inkasso-deildinni ásamt Pétri Theodór Árnasyni með 15 mörk og var lykilmaður í liði Fram. Helgi á að baki sjö landsleiki fyrir U16 og U17 ára landslið Íslands.

„Knattspyrnudeild Víkings hefur haft augastað á Helga frá því síðasta haust og fagnar því að hafa nú gert samning við þennan unga leikmann sem bætist í flóru þeirra efnilegu leikmanna sem fyrir eru hjá félaginu,“ segir í tilkynningu sem Víkingur sendi frá sér í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert