Sara Björk og Margrét Lára fengu ekki sitt knattspyrnuuppeldi í Breiðabliki og Val

Margrét Lára Viðarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir
Margrét Lára Viðarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þegar rýnt er Íslandsmótið í knattspyrnu er athyglisvert að liðin í neðri hluta efstu deildar kvenna spjöruðu sig betur en oft áður.

Nýliðarnir í deildinni Fylkir og Keflavík sýndu að þeir áttu bæði erindi í deildina. Nýliðar hafa oft átt erfitt uppdráttar í efstu deild kvenna og þurft að sætta sig við stór töp. Keflavík vann tvo stórsigra þótt liðið hafi fallið og Fylkir náði 6. sæti.

þessu leyti hefur deildin orðið jafnari. HK/Víkingur átti reyndar erfitt uppdráttar en stóð sig vel sumarið áður. Fyrir hina hlutlausu er hins vegar minna varið í að tvö lið skeri sig alveg úr eins og Valur og Breiðablik gerðu. Það hefur því miður gerst af og til í gegnum tíðina að tvö lið séu með yfirburði í deildinni. Það eru ekki endilega sömu liðin en Breiðablik, Valur, KR, Stjarnan eða Þór/KA hafa þá yfirleitt komið við sögu. Fyrir áratug eða rúmlega voru frægar rimmur á milli Vals og KR þar sem innbyrðisviðureignirnar voru úrslitaleikir í mótinu.

Sjá allan bakvörð Kristjáns á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »