Ungur Akureyringur til Valsmanna (myndskeið)

Birkir Heimisson í leik með Þór Akureyri.
Birkir Heimisson í leik með Þór Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Birkir Heimisson, 19 ára gamall miðjumaður frá Akureyri, er nýjasti liðsmaður Vals en félagið greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Samningur Birkis við Val er til þriggja ára.

Birk­ir er upp­al­inn Þórsari en var seld­ur til hol­lenska fé­lags­ins He­eren­veen árið 2016 þar sem hann hefur leikið með U19 ára liði félagsins. Hann á sam­tals að baki 24 leiki fyr­ir U16, U17 og U19-landslið Íslands. Birkir lék sex leiki með Þórsurum í Inkasso-deildinni árið 2016 og skoraði í þeim eitt mark.

Birkir er fyrsti leikmaðurinn sem Valsmenn fá til liðs við sig eftir að Heimir Guðjónsson var kynntur til leiks sem nýr þjálfari liðsins.

„Það er mjög spennandi að ganga til liðs við Val og spila fyrir Heimi Guðjóns sem er frábær þjálfari. Hlakka mikið til að hefja æfingar,“ segir Birkir á Facebook-síðu Vals.

,,Birkir er virkilega spennandi leikmaður sem hefur getið sér gott orð í Hollandi og á að baki marga leiki með yngri landsliðum Íslands þannig að það er bara frábært að hann hafi tekið þessa ákvörðun,“ segir Heimir Guðjónsson.mbl.is