Rasmus búinn að framlengja við Val

Rasmus Christiansen.
Rasmus Christiansen. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Varnarmaðurinn Rasmus Steenberg Christiansen hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Val.

Þetta kemur fram á facebook-síðu Valsmanna en þar segir;

„Rasmus gekk til liðs við Val fyrir keppnistímabilið 2016 og hefur leikið yfir 170 leiki hér á landi. Rasmus meiddist illa á móti ÍBV í Vestmannaeyjum í júní á síðastliðnu keppnistímabili en hefur komið sterkur tilbaka og var kjörinn leikmaður ársins í Inkasso-deildinni í ár að mati leikmanna og þjálfara en hann lék með Fjölnismönnum að láni frá Val. “

„Frábærar fréttir fyrir Val að Rasmus hafi tekið þessa ákvörðun enda mjög góður leikmaður og mikilvægur fyrir félagið,“ segir Heimr Guðjónsson, nýráðinn þjálfari Vals.mbl.is